Leiddi ruðningslið inn á völlinn í risaleik

Quaden hitti leikmanninn Latrell Mitchell fyrir nokkrum árum, sem lýsti …
Quaden hitti leikmanninn Latrell Mitchell fyrir nokkrum árum, sem lýsti Quaden sem lítilli ofurhetju. Instagram/Latrell Mitchell

Hinn níu ára gamli Quaden Bayles fór frá versta degi lífs síns til þess besta á aðeins örfáum dögum að sögn móður hans, en Quaden fékk að leiða ruðningslið Indigenous All Stars inn á leikvöllinn í risaleik liðsins gegn New Zealand Maoris í Ástralíu í dag.

Milljónir hafa horft á myndskeið sem móðir Quaden deildi af honum á einni af hans erfiðustu stundum, en þar var hann á leið heim úr skólanum eftir að hafa verið lagður í einelti og lét ítrekað í ljós ósk sína um að deyja.

„Þetta eru áhrif eineltis,“ sagði móðir Quaden í myndskeiðinu, en hann hefur síðan þá hlotið stuðning fjölda fólks, meðal annars leikarans Hugh Jackman, auk þess sem tugir milljóna hafa safnast í söfnunarátaki með það að markmiði að senda Quaden í Disneyland.

Meðal þeirra sem ákváðu að sýna stuðning sinn við Quaden í verki eru leikmenn Indigenous All Stars, sem sendu honum skilaboð og sögðust vilja bjóða honum að leiða þá inn á leikvanginn fyrir stóra leikinn.

Quaden hélt í hönd fyrirliða liðsins á leið inn á völlinn og fékk svo ljósmynd af sér með liðsmönnunum. Þá fékk hann að halda á boltanum og afhenda hann dómaranum áður en leikurinn hófst.

Frétt BBC



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka