Hundruðum flugferða til og frá Kanaríeyjum var aflýst í gær og hefur flugi Norwegian á milli Tenerife og Keflavíkur, sem fara átti í dag, verið aflýst.
Ástæðan er miklir sandstormar sem nú geisa á Kanaríeyjum, en samkvæmt kanaríska fréttamiðlinum Canarias 7 er gildi ryks í andrúmsloftinu tíu sinnum meira en eðlileg loftgæði gera ráð fyrir.
Samkvæmt spám má gera ráð fyrir að sandstormurinn standi yfir alla vega fram á mánudag.