Loka landamærum sínum að Íran

Heilbrigðisstarfsmenn í Suður-Kóreu. Annar þeirra hvílir sig á meðan hann …
Heilbrigðisstarfsmenn í Suður-Kóreu. Annar þeirra hvílir sig á meðan hann bíður eftir sjúkrabíl með sjúklinga, smitaða af kórónuveirunni. AFP

Armenía ætlar að loka landamærum sínum að Íran og aflýsa öllum flugferðum þangað, að sögn Nokol Pachinian, forsætisráðherra Armeníu.

Þar með vill ríkið reyna að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar COVID-19 til landsins. Alls hafa átta látist af völdum veirunnar í Íran, sem er það mesta utan Kína.

Pakistan og Tyrkland hafa einnig lokað landamærum sínum að Íran, auk þess sem Afganistan hefur bannað öll ferðalög þangað.

Á Ítalíu eru þrír látnir af völdum veirunnar. Eldri kona lést í landinu sem hafði glímt við krabbamein. Þar í landi var ákveðið að karnival-hátíðin á Feneyjum skyldi hætta í dag, tveimur dögum á undan áætlun af ótta við útbreiðslu veirunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka