Miklir skógareldar hafa logað á Gran Canaria undanfarna daga og vikur og á tímabili þurftu 10 þúsund íbúar að yfirgefa heimili sín.
Yfirvöld á Kanaríeyjum hafa þó lýst því yfir að búið sé að ná tökum á eldunum og hafa 7.500 fengið að snúa aftur til síns heima, eftir því sem greint er frá hjá El País.
Eldarnir sem nú loga hafa náð yfir um 112 ferkílómetra svæði og hafa haft hvað mest áhrif í Arnetanara, Vaselleco og Agaeto á norðvesturhorni eyjunnar.
Ætlar Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra Spánar, að heimsækja eyjuna á fimmtudag til þess að meta það tjón sem eldarnir hafa valdið.
Þúsund manns og 16 loftför hafa komið að slökkviaðgerðum undanfarna viku og virðast þær hafa borið árangur.