Annað smit staðfest á Tenerife

Hótelið sem hjónin dvöldu á, H10 Costa Adeje Palace, er …
Hótelið sem hjónin dvöldu á, H10 Costa Adeje Palace, er í sóttkví. Um eitt þúsund gestir eru á hótelinu, þar af sjö Íslend­ing­ar. AFP

Annað tilfelli af kórónuveirunni COVID-19 hefur greinst á Tenerife. Hin smitaða er eiginkona ítalska læknisins sem greindist í gær. Þetta staðfesta heilbrigðisyfirvöld á eyjunni. 

Hjónin eru búsett í Lomb­ar­diu-héraði í norður­hluta Ítal­íu þar sem veiran hefur náð töluverðri útbreiðslu. Sóttvarnalæknir hefur til að mynda varað við ferðalögum til héraðsins sem og þriggja annarra héraða á N-Ítalíu. 

Hjónin hafa verið á Tenerife í rúma viku og leitaði maðurinn sér læknisaðstoðar í gærkvöld vegna einkenna. Hann reyndist smitaður og var færður í einangrun þegar í stað. Smit eiginkonu hans fékkst staðfest í dag. 

Hótelið sem hjónin dvöldu á, H10 Costa Adeje Palace, er í sóttkví. Um eitt þúsund gestir eru á hótelinu, þar af sjö Íslend­ing­ar.

El País hefur eftir heilbrigðisyfirvöldum að vel sé fylgst með gangi mála á hótelinu en yfirvöld vilji þó ekki tala um sóttkví. Engu að síður er gestum ekki hleypt út af hótelinu og engum er hleypt inn. Starfsmaður á hótelinu, sem kýs að koma ekki fram undir nafni, segir að starfsfólkið sinni áfram sínum störfum en sé ekki heimilt að yfirgefa svæðið að vakt lokinni. „Við erum úrvinda af þreytu.“

Frétt El País 

Frétt New York Times

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert