Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, er látinn, 91 árs að aldri. Mubarak var við völd í þrjá áratugi þar til honum var steypt af stóli af her landsins árið 2011.
Mubarak var haldi á hersjúkrahúsi meira og minna í sex ár eftir að honum var steypt af stóli. Hann varð forseti Egyptalands 1981 þegar þáverandi forseti Anwar Sadat var myrtur.
Mubarak var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2012 og sagður bera ábyrgð á dauða mótmælenda af hendi liðsmanna öryggissveita hans. Mál hans var síðan tekið upp á ný og úrskurðaði dómari í maí 2015 að hann skyldi leystur úr haldi.
Breaking News: Hosni Mubarak, the former Egyptian president, has died at 91. His 3-decade hold on power was upended during the Arab Spring in 2011. https://t.co/uzIq5Ay1On
— The New York Times (@nytimes) February 25, 2020