Mesta lækkun síðan 2009

Kauphöllin í Ósló. Fall norsku úrvalsvísitölunnar síðustu vikuna er meira …
Kauphöllin í Ósló. Fall norsku úrvalsvísitölunnar síðustu vikuna er meira en sem nemur markaðsverðmæti DNB-bankans. Ljósmynd/Wikipedia.org/Valugi

Tveim­ur mín­út­um eft­ir opn­un markaða í morg­un höfðu hluta­bréf í kaup­höll­inni í Ósló fallið um rúm­lega þrjú pró­sent en úr fall­inu dró á fyrsta stund­ar­fjórðungn­um eft­ir opn­un og náði það jafn­vægi í um tveggja pró­senta lækk­un.

Und­an­farna viku hef­ur norska úr­vals­vísi­tal­an fallið um meira en tíu pró­sent sem að sögn kaup­hall­ar­manna er mesta lækk­un síðan í fjár­mála­ham­förun­um árið 2009. Fyr­ir opn­un markaða í morg­un hafði fall hluta­bréfa numið 274 millj­örðum norskra króna á einni viku, jafn­v­irði 3.729 millj­arða ís­lenskra króna, sem er meira en heild­ar­markaðsverðmæti DNB-bank­ans. Lækk­un hluta­bréfa í gær, fimmtu­dag, var sú mesta síðan 24. ág­úst 2015.

Flug­fé­lagið Norweg­i­an hélt falli sínu frá því í gær áfram við upp­haf viðskipta í morg­un og lækkaði um átta pró­sent en tók svo að hækka á ný og hafði hækkað um tíu pró­sent frá opn­un þegar viðskipti dags­ins höfðu staðið í 15 mín­út­ur. Olíu­fyr­ir­tækið Equin­or féll um tvö pró­sent og DNB-bank­inn um 3,4.

Ótta- og græðgis­vísi­tal­an 13 stig

Lækk­un olíu­verðs held­ur einnig áfram og hef­ur tunn­an af Brent-Norður­sjávar­ol­íu lækkað um 13 til 14 pró­sent frá því í síðustu viku og kost­ar nú 50,85 dali.

Viðskipti á mörkuðum ein­kenn­ast enn af ótta við kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn og af­leiðing­ar hans eins og lesa má af ótta- og græðgis­vísi­tölu (e. Fear & Greed Index) CNN sem nú stend­ur í 13 stig­um en slík staða telst ofsa­hræðsla (e. extreme fear).

Frétta­veit­an Bloom­berg áætl­ar að verðlækk­an­ir á evr­ópsk­um mörkuðum frá opn­un í morg­un nemi um fjór­um pró­sent­um.

Kaup­höll­in í Ósló glím­ir nú við tækni­vanda­mál á vef sín­um vegna gríðarlegr­ar um­ferðar um þau vefsvæði sem sýna hluta­bréfa­vísi­töl­ur, skrif­ar viðskiptamiðill­inn E24 nú fyr­ir skömmu.

NRK

Fin­ansa­visen

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka