Útbreiðslan á Ítalíu tekur stökk

Kirkjum í Róm hefur meðal annars verið lokað af ótta …
Kirkjum í Róm hefur meðal annars verið lokað af ótta við veiruna. AFP

Fjöldi staðfestra tilfella af kórónuveirunni á Ítalíu nálgast nú 1.700 og hefur fjöldi látinna aukist um fimm frá því í gær, upp í 34. Vitað var til þess að 1.128 væru smitaðir í gær og hefur útbreiðslan því tekið mikið stökk síðastliðinn sólarhring.

Víðir Reyn­is­son hjá al­manna­varn­adeild rík­is­lög­reglu­stjóra segir að nú sé búið að út­víkka áhættu­svæði á Ítal­íu á þann veg að nú sé allt landið und­ir, í stað þess að hætt­an sé bund­in við til­tek­in héruð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert