Netanyahu lýsir yfir sigri

Benjamin Netanyahu á kjörstað ásamt eiginkonu sinni Söru Netanyahu.
Benjamin Netanyahu á kjörstað ásamt eiginkonu sinni Söru Netanyahu. AFP

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, lýsti yfir sigri í þingkosningum í landinu eftir útgönguspár þess efnis að Likud-flokkur hans væri þó nokkrum sætum á undan höfuðkeppinautinum, Bláu og hvítu fylkingunni.

Netanyahu tísti á Twitter að niðurstaðan væri „risastór sigur fyrir Ísrael“.

Í spám þriggja sjónvarpsstöðva kom fram að Likud-flokkurinn og samherjar hans næðu 60 sætum.

Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, sagði að útgönguspárnar þýddu að „innlimun“ hefði sigrað. „Landnemabyggðir, innlimun og aðskilnaðarhyggja hafa unnið ísraelsku kosningarnar,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka