Segir að Evrópa verði að taka ábyrgð

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands.
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AFP

Evrópa verður að taka ábyrgð á sínum hluta af flóttamannabyrðinni sagði Recap Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í dag. Hann sagði enn fremur að Tyrkir myndu halda áfram að leyfa flóttamönnum að komast frá landinu áfram til Evrópu.

„Eftir að við opnuðum dyrnar fyrir flóttamönnum sem vilja fara til Evrópu hafa margir beðið okkur að loka dyrunum aftur,“ sagði Erdogan í sjónvarpsávarpi.

„Ég sagði þeim að þetta væri búið og gert. Dyrnar eru opnar og núna þurfa aðrir að taka ábyrgð á sínum hlut af byrðinni,“ bætti Erdogan við.

Í Tyrklandi haf­ast nú þegar við um 3,6 millj­ón­ir sýr­lenskra flótta­manna en yf­ir­völd þar í landi ótt­ast að fleiri komi til lands­ins.

Ákvörðun Tyrkja um að opna landamærin var tekin fyrir helgi eftir að 33 tyrkneskir hermenn voru drepnir í loftárás í Norður-Sýrlandi.

Staðan hefur þegar valdið vandræðum í Grikklandi en ríkisstjórnin þar í landi sagði að um ógn við þjóðaröryggi væri að ræða. Flóttafólk var hvatt til þess að halda ekki yfir landamæri Tyrklands til Grikklands; því yrði snúið við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert