Dauðsföll í Kína ekki færri síðan í janúar

Auðar götur í Wuhan, þar sem veiran á upptök sín.
Auðar götur í Wuhan, þar sem veiran á upptök sín. AFP

Alls létust 38 af völdum kórónuveirunnar COVID-19 á meginlandi Kína í gær og 119 smit voru staðfest, þar af 115 í Hubei-héraði þar sem veiran á upptök sín. Dauðsföllum í Kína fækkar þriðja daginn í röð.

Alls hafa 3.198 látist af völdum veirunnar og rúmlega 80.000 smitast.

Samkvæmt frétt AFP virðast strangar aðgerðir kínverskra stjórnvalda varðandi sóttkví skila sér í því að dauðsföll vegna veirunnar hafi ekki verið færri í Kína síðan í janúar.

Þarlend stjórnvöld hafa hins vegar áhyggjur af því að fólk beri veiruna með sér til Kína frá öðrum löndum. 

13 slík tilfelli hafa verið staðfest þar sem kínverskir ríkisborgarar hafa snúið heim frá útlöndum.

Ferðalang­ar frá lönd­um þar sem kór­ónu­veira hef­ur náð mik­illi út­breiðslu þurfa að fara í 14 daga sótt­kví í sum­um hlut­um Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert