Stefnir í einvígi milli Bidens og Sanders

Joe Biden var ánægður í gærkvöldi.
Joe Biden var ánægður í gærkvöldi. AFP

Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, vann sigur í átta ríkjum af þeim fjórtán þar sem kosið var í forvaldi demókrata í forsetakosningunum í Bandaríkjunum í gær.

Öld­unga­deild­arþingmaður­inn frá Vermont, Bernie Sand­ers, vann sigur í þremur ríkjum og þykir ljóst að baráttan um hver verður forsetaefni Demókrataflokksins stendur nú á milli Sanders og Bidens en atkvæða er enn beðið í Texas og Kaliforníu.

Bernie Sanders.
Bernie Sanders. AFP

Öldungadeildarþingmaðurinn Elizabeth Warren og Michael Bloomberg riðu ekki feitum hesti frá „ofurþriðjudeginum“ (e. Super Tu­es­day) og líklegra en ekki að þau heltist fljótlega úr lestinni.

Áður höfðu Amy Klobuch­ar, Pete Buttigieg og Beto O'Rour­ke öll dregið framboð sitt í forvali demókrata til baka en þau ákváðu í framhaldinu öll að styðja Biden.

Demó­krat­ar kusu um 1.344 kjör­menn en 1.991 kjör­mann þarf til að tryggja sér út­nefn­ingu flokks­ins. Eins og staðan er núna hefur Biden tryggt sér 396 kjörmenn og Sanders 314.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert