Stefnir í annað fljótandi farsóttarsjúkrahús?

Maðurinn sem lést var farþegi á skemmtiferðaskipinu Grand Princess, skammt …
Maðurinn sem lést var farþegi á skemmtiferðaskipinu Grand Princess, skammt undan strönd Kaliforníu, og hafa nær fjögur þúsund farþegar og áhöfn skipsins verið kyrrsett, rétt eins og þegar skemmtiferðaskipið Diamond Princess var kyrrsett í Japan í byrjun febrúar. AFP

Neyðarástandi hef­ur verið lýst yfir í Kaliforníu í Banda­ríkj­un­um vegna kór­ónu­veirunn­ar COVID-19. 71 árs karlmaður lést af völdum veirunnar í ríkinu í gær, sá fyrsti í Kaliforníu, en veiran hefur alls dregið 11 til dauða í Bandaríkjunum. Áður hafði neyðarástandi verið lýst yfir í San Francisco. 

Maðurinn lést á spítala í grennd við borgina Sacramento og var með undirliggjandi veikindi. Hann var farþegi á skemmtiferðaskipinu Grand Princess, skammt undan strönd Kaliforníu, og hafa nær fjögur þúsund farþegar og áhöfn skipsins verið kyrrsett, rétt eins og þegar skemmtiferðaskipið Diamond Princess var kyrrsett í Japan í byrjun febrúar. Grand Princess, sem er eitt af stærstu skemmtiferðaskipum heims, er gert út af sama fyrirtæki: Carnival. 

Skipið er á leið frá Hawaii til San Francisco og var komu þess til borgarinnar seinkað þar sem sýni hafa verið tekin af fjölda farþega. Líklegt er talið að ellefu farþegar og tíu úr áhöfninni séu smitaðir. 62 farþegum, sem umgengust manninn sem lést, hefur verið gert að halda kyrru fyrir í káetum sínum. 

Ný tilfelli kórónuveirusmits skjóta stöðugt upp kolli.
Ný tilfelli kórónuveirusmits skjóta stöðugt upp kolli.

153 hafa greinst með kórónuveiruna í 16 ríkjum Bandaríkjanna. Neyðarástandi hefur jafnframt verið lýst yfir í Washington-ríki, þar sem 10 hafa látist úr veirunni, og Flórída. 

Alls hafa rúm­lega 92 þúsund manns smit­ast af kór­ónu­veirunni COVID-19, lang­flest­ir í Kína. Yfir 3.000 hafa lát­ist en 53.300 hafa náð bata.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert