Ferða- og samkomubann yfir alla Ítalíu

Loka þarf fjölmörgum samkomustaðum í landinu.
Loka þarf fjölmörgum samkomustaðum í landinu. AFP

Öll Ítal­ía mun sæta þeim ráðstöf­un­um sem hingað til hafa tak­mark­ast við rauða svæðið svo­kallaða í norður­hluta lands­ins. Þetta fel­ur í sér al­gjört bann við al­menn­ings­sam­kom­um og ferðum á milli staða sem ekki eru vegna vinnu eða neyðar.

Þetta til­kynnti for­sæt­is­ráðherr­ann Giu­seppe Conte rétt í þessu.

Frétta­stofa Reu­ters hef­ur eft­ir Conte að þessi ákvörðun sé nauðsyn­leg til að vernda viðkvæm­ustu borg­ara lands­ins. Það rétta í stöðunni fyr­ir Ítali núna sé að halda kyrru fyr­ir heima hjá sér.

Loka kvik­mynda­hús­um og af­lýsa brúðkaup­um

Ferða- og sam­komu­bannið nær yfir meira en 60 millj­ón­ir manna.

Vegna banns­ins þarf að loka kvik­mynda­hús­um, leik­hús­um, lík­ams­rækt­ar­stöðvum, skemmtistöðum, bör­um og af­lýsa út­för­um, brúðkaup­um og öll­um íþróttaviðburðum, þar á meðal leikj­um í efstu deild knatt­spyrn­unn­ar þar í landi.

Öllum skól­um verður þá haldið lokuðum þar til að minnsta kosti 3. apríl.

Conte seg­ist munu skrifa und­ir til­skip­un þessa efn­is núna. Hún taki gildi í fyrra­málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert