Smit í Kína ekki færri síðan í janúar

Dagleg smit hafa ekki verið færri í Kína frá því …
Dagleg smit hafa ekki verið færri í Kína frá því yfirvöld hófu að birta opinberar tölur um smit í janúar. Hér má sjá hvernig umhorfs er í Wuhan í Hubei-héraði. AFP

40 ný tilfelli af kórónuveirunni, sem veldur COVID-19-sjúkdómnum, hafa greinst í Kína í dag að sögn heilbrigðisyfirvalda. Dagleg smit hafa ekki verið færri frá því yfirvöld hófu að birta opinberar tölur um smit í janúar. Smitum í Suður-Kóreu fer sömuleiðis fækkandi og hafa ekki verið færri í tvær vikur. 

Flest smitanna greindust í Hubei-héraði líkt og áður en fjórir hinna smituðu eru erlendir ferðamenn. 22 dauðsföll af völdum veirunnar urðu í Kína síðastliðinn sólarhring, öll nema eitt í Hubei-héraði. Bæði greindum smitum og dauðsföllum hefur fækkað í Kína síðustu daga og 11 af 16 bráðabirgðasjúkrahúsum sem opnuð voru í ýmiss konar stórhýsum eða reist frá grunni hefur verið lokað. 

Tæplega 81.000 hafa smitast á meginlandi Kína frá því veiran greindist þar fyrst í lok síðasta árs. 3.007 hafa látið lífið úr sjúkdómnum en yfir 46.000 hafa náð fullum bata, samkvæmt gögnum frá John Hopkins

Á síma tíma fjölgar smitum annars staðar, til að mynda á Ítalíu og Bandaríkjunum. 133 létu lífið á Ítalíu í gær og smitaðir eru orðnir yfir 500 talsins í Bandaríkjunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert