Öllum skólum lokað í Danmörku

Mette Frederiksen á blaðamannafundi í kvöld.
Mette Frederiksen á blaðamannafundi í kvöld. AFP

Öllum mennta­stofn­un­um í Dan­mörku verður lokað frá og með kom­andi föstu­degi. Öllum menn­ing­ar­stofn­un­um verður lokað frá og með þess­ari stundu. Frá þessu greindi for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, Mette Frederik­sen, rétt í þessu.

Vara lok­an­irn­ar að minnsta kosti í tvær vik­ur.

„Við skul­um ekki setja Dan­mörku í stopp og senda Dan­mörku í efna­hagskreppu,“ sagði Frederik­sen í beinni út­send­ingu í danska rík­is­sjón­varp­inu í kvöld. „Við erum ekki í mat­ar­kreppu og það er eng­in ástæða til að hamstra,“ bætti hún við.

540 Dan­ir hafa smit­ast af kór­ónu­veirunni og hef­ur hún breiðst út virki­lega hratt að sögn yf­ir­valda þar í landi. Rúm­lega 1.300 manns eru þá í sótt­kví.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert