Seðlabanki Bretlands hefur lækkað stýrivexti um hálft prósentustig. Aðgerðir bankans eru hluti af viðbrögðum stjórnvalda til að bregðast við efnahagslegum áhrifum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.
Stýrivextir voru lækkaðir úr 0,75% í 0,25%, sem er með því lægsta í sögu bankans. Fjármálaráðherra Bretlands mun á næstunni kynna aðgerðir sem stjórnvöld hyggjast ráðast í til að mæta efnahagslegum áhrifum af útbreiðslu kórónuveirunnar.
Sex hafa látið lífið af völdum COVID-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, og 382 hafa smitast.