Leiðtogar Evrópusambandsins gagnrýndu í morgun bandarísk stjórnvöld fyrir að setja á einhliða ferðabann á farþega frá löndum á Schengen-svæðinu án nokkur samráðs.
„Kórónuveiran er alheimskrísa sem er ekki bundin við tilteknar álfur og til að takast á við hana þarf samvinnu en ekki einhliða aðgerðir,“ sögðu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, og Charles Michel, forseti leiðtogaráðs sambandsins, í skriflegri yfirlýsingu.
„Evrópusambandið hefur gripið til víðtækra aðgerða til að takmarka útbreiðslu veirunnar.“