„Viðráðanlegur faraldur“

Tedros Adhanom Ghebreyesus.
Tedros Adhanom Ghebreyesus. AFP

Útbreiðsla kórónuveirunnar „er viðráðanlegur faraldur“ ef þjóðir heimsins leggja meira af mörkum til að takast á við vandann. Þetta sagði yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar.

„Við höfum miklar áhyggjur af því að sum lönd séu ekki að takast á við þessa ógn með því pólitíska afli sem þörf er á til að hafa stjórn á henni,“ sagði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður stofnunarinnar, á fundi í Genf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert