Trump gekkst undir sýnatöku

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti gekkst undir sýnatöku vegna kórónuveirunnar í gær en hann segist ekki vita hvenær niðurstöðu sé að vænta, en væntanlega innan tveggja daga.  

Um síðustu helgi fundaði Trump og snæddi með Fabio Wajng­ar­ten upp­lýs­inga­full­trúa og Jair Bol­son­aro, for­seta Bras­il­íu, en hann greindist með COVID-19, sjúk­dóm­inn sem kór­ónu­veir­an veld­ur, stuttu síðar. Trump sagðist í fyrstu ekki sjá ástæðu til að gefa sýni en snerist síðar hugur. 

Trump hefur umgengist nokkra síðustu daga sem greinst hafa með kórónuveiruna og hefur sú regla verið tekin upp í Hvíta húsinu að mæla líkamshita þeirra sem umgangast Trump og Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 

Trump sagðist jafnframt vera að reyna að venja sig af því að heilsa fólki með handabandi, sem hann segir vera ómeðvitaða hreyfingu hjá sér. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert