Ferðabannið sem Donald Trump setti á 26 þjóðir Evrópu til Bandaríkjanna, þar á meðal Ísland, hefur verið útvíkkað og mun frá og með þriðjudegi einnig ná til Bretlands og Írlands. Tilgangurinn bannsins, sem tók gildi á miðnætti, er að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar.
Ferðabannið sem bandarísk yfirvöld hafa sett frá Evrópu nær til allra þeirra sem verið hafa á Schengen-svæðinu undanfarna 14 daga. Nær bannið þannig til Austurríkis, Belgíu, Tékklands, Danmerkur, Eistlands, Finnlands, Frakklands, Þýskalands, Grikklands, Ungverjalands, Íslands, Ítalíu, Lettlands, Liechtenstein, Litháens, Lúxemborgar, Möltu, Hollands, Noregs, Póllands, Portúgals, Slóvakíu, Slóveníu, Spánar, Svíþjóðar og Sviss.
Bretland og Írland bætast í hópinn á þriðjudag klukkan 16 að breskum tíma. Bannið nær ekki til bandarískra ríkisborgara í Bretlandi eða Írlandi sem geta snúið aftur heim. Mike Pence varaforseti sagði á blaðamannafundi í Hvíta húsinu fyrir stundu að bandarískir ríkisborgarar fengju aðstoð við að koma sér heim.
Ferðabannið gildir í 30 daga.
Just finished a meeting on Covid-19 in the Situation Room, news conference coming up shortly. https://t.co/JaNDpyMWjL pic.twitter.com/x9lSEXjnea
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 14, 2020