Ítalir vara við skorti á sjúkrarúmum

Ítalskt heilbrigðisstarfsfólk að störfum.
Ítalskt heilbrigðisstarfsfólk að störfum. AFP

Yfirvöld á Norður-Ítalíu segja að það styttist í skort á sjúkrarúmum og öndunarvélum í landinu vegna kórónuveirunnar.

„Það er stutt í að við getum ekki lengur endurlífgað fólk vegna þess að við verðum án sjúkrarúma á gjörgæslunni,“ sagði Attilia Fontana, ríkisstjóri í Lombardia-héraði.

Hann bætti við að sjúkrahúsinu þyrftu einnig nauðsynlega á fleiri öndunarvélum að halda.

Af þeim 1.441 sem hafa látist á Ítalíu undanfarnar þrjár vikur vegna veirunnar voru 966 frá Lombardia-héraði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert