Virgin leggur 75% af flotanum

Virgin Atlantic mun leggja megnið af flota sínum á næstu …
Virgin Atlantic mun leggja megnið af flota sínum á næstu vikum. Ljósmynd/Bill Abbott

Flugfélagið Virgin Atlantic hefur ákveðið að fækka ferðum um 80% frá og með 26. mars. Þá gerir fyrirtækið ráð fyrir að um 75% flota þess verði kyrr á jörðu niðri frá sama degi og mun þetta hlutfall hækka upp í 85% í apríl, að því er fram kemur í umfjöllun Independent.

Kveðst flugfélagið ætla að leggja áherslu á að fljúga áfram á stofnleiðum sínum sem verða metnar á grundvelli eftirspurnar og í stöðugu endurmati. Jafnframt verður flug milli Heathrow-flugvallar í London og flugvallanna Newark og New Jersey í Bandaríkjunum tafarlaust lagt af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert