Evrópusambandið lokar landamærum sínum

AFP

Evrópusambandið hefur tekið ákvörðun um að loka ytri landamærum sínum fyrir ferðamönnum utan sambandsins og fyrir ónauðsynlegum ferðalögum næstu 30 daga. Er þetta gert til að reyna að draga úr útbreiðslu kórónuveirunnar sem breiðst hefur hratt út um Evrópu síðustu daga, sérstaklega á Ítalíu, Frakklandi og Spáni. AFP-fréttastofan greinir frá.

Angela Merkel, kanslari Þýslands, sagði í ávarpi fyrir skömmu að ríki sambandsins hefðu samþykkt bannið, en það nær ekki til EFTA-ríkjanna; Íslands, Noregs, Sviss og Liechtenstein. Þá er Bretland einnig undanskilið. Bannið tekur gildi strax, að sögn Merkel.

Hún sagði jafnframt að ríki sambandsins væru nú að vinna að samstilltum aðgerðum við að aðstoða evrópska ferðamenn að komast til síns heima. Fjöldi fólks væri strandaglópar víða vegna lokunar landamæra og fækkunar flugferða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert