Forseti segir viðbrögð við veirunni „vænisjúk“

Jair Bolsonaro forseti Brasilíu.
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu. AFP

Fyrsta dauðfallið í Brasilíu af völdum kórónuveirunnar sem veldur COVID-19-sjúkdómnum var staðfest í dag. Hinn látni var 62 ára gamall maður með undirliggjandi sjúkdóm en hann var með sykursýki og of háan blóðþrýsting. Hann lést í borginni Sao Paulo. 

Í borgunum Sao Paulo og Rio de Janerio hefur verið lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslunnar. Ríkið er ekki sama sinnis og fordæmir Jair Bolsonar, forseti Brasilíu, aðgerðirnar sem hann segir „vænisjúkar“ í ástandinu. 

„Því miður sýnir þetta hversu skæður faraldurinn er þrátt fyrir að aðrir vilji halda öðru fram,“ segir Bruno Covas, borgarstjóri Sao Paulo, við CNB-útvarpsstöðina að því er fram kemur á AFP-fréttaveitunni.

Telja má líklegt að gagnrýnin beinist að Bolsonar og skorti á viðbrögðum stjórnvalda til að hefta útbreiðsluna. Forsetinn sagði einnig við fjölmiðla að hann teldi „fólk haga sér eins og um heimsendi væri að ræða“. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert