Breskur dómstóll hefur sakfellt Hashem Abedi fyrir að hafa orðið 22 að bana, en Hashem Abedi er bróðir Salmans Abedis sem sprengdi sig í loft upp á tónleikum í Manchester árið 2017.
Hashem Abedi neitaði að hafa komið að því að skipuleggja árásina þar sem 22 létust og hátt í 1.000 særðust.
Við málflutning fyrir breska sakamáladómstólnum Old Bailey kom fram að bræðurnir, sem fæddust í Manchester, hefðu í sameinginu útvegað sér efni til að nota í sprengjuna sem sprakk þegar tónlistarkonan Ariana Grande hélt tónleika í borginni 22. maí 2017, að því er segir á vef BBC.
Hashem Abedi var einnig fundinn sekur um morðtilraun og fyrir sprengjusamsæri.
Ákæruvaldið hélt því fram að Hashem bæri jafn mikla ábyrgð á árásinni fyrir þremur árum.