Staðan verst í Madríd

AFP

Tvö þúsund ný kór­ónu­veiru­smit hafa verið staðfest á Spáni í dag. Yfir 11 þúsund hafa sýkst þar og 491 er lát­inn að sögn heil­brigðisráðherra Spán­ar. Staðan er verst í Madríd. 

Spánn skip­ar fjórða sæti yfir þau lönd þar sem flest­ir hafa smit­ast og hækk­ar tala smitaðra hratt þar í landi. Rík­in þrjú þar sem fleiri hafa smit­ast eru Kína, Ítal­ía og Íran. Svo virðist sem út­göngu­bann sem gild­ir fyr­ir 46 millj­ón­ir íbúa Spán­ar sé ekki að draga úr fjölg­un til­fella en í dag voru 11.178 kór­ónu­smit staðfest á Spáni. Rúm­lega 1.000 hafa náð sér af veirunni eða 9% þeirra sem hafa smit­ast. 

La Castellana-breiðgatan í Madrid.
La Ca­stell­ana-breiðgat­an í Madrid. AFP

Í Madríd hafa verið staðfest 4.871 kór­ónu­veiru­smit eða 43% allra smita á Spáni. Þar hafa 355 lát­ist eða 72,3% þeirra sem hafa lát­ist af völd­um veirunn­ar. 

Í Íran fjölgaði í hópi þeirra sem hafa lát­ist af völd­um far­sótt­ar­inn­ar um 135 í dag og eru alls 988 látn­ir. 1.178 ný til­felli hafa verið greind í Íran síðasta sól­ar­hring­inn að sögn tals­manns heil­brigðisráðuneyt­is Írans. Það þýðir að 16.169 hafa smit­ast af veirunni þar í landi. 

AFP
AFP
Plaza Mayor í miðborg Madrid.
Plaza Mayor í miðborg Madrid. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert