Japanskt lyf virðist virka gegn veirunni

AFP

Hlutabréf í japanska tæknifyrirtækinu Fujifilm hækkuðu um 15% í gær eftir að kínversk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því að flensulyf, framleitt af félagi í eigu Fujifilm, virtist hjálpa sjúklingum að ná sér af kórónuveirunni.

Í frétt Reuters kemur fram að lyfið Favipiravir hafi komið á markað í Japan fyrir sex árum og þá hugsað gegn árstíðabundnum flensum.

Sýktir einstaklingar sem fengu lyfið í Shenzhen í Kína voru fljótari að ná sér af veikindunum en þeir sem fengu ekki lyfið samkvæmt kínverskum heilbrigðisyfirvöldum.

Japanskir heilbrigðisstarfsmenn eru ekki alveg jafn vissir um ágæti lyfsins og segja það ekki virka vel á fólk sem sýni alvarleg einkenni veirunnar.

Lyfið var notað í baráttunni gegn ebólufaraldrinum í Gíneu árið 2016. 

Vonir standa til að það verði notað gegn kórónuveirunni. Til þess þyrfti samþykki yfirvalda en slíkt leyfi gæti jafnvel fengist í Japan í maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert