Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveirufaraldursins hafa sætt gagnrýni undanfarna daga og vikur.
Nú er bandaríska þjóðin sögð uggandi yfir meintum skorti forsetans á samkennd eftir að hann réðst gegn blaðamanni NBC sem spurði forsetann út í áhyggjur milljóna Bandaríkjamanna af útbreiðslu kórónuveirunnar.
„Hvað segirðu við Bandaríkjamenn sem horfa á þig núna og eru hræddir,“ spurði fréttamaðurinn Peter Alexander á daglegum blaðamannafundi í Hvíta húsinu og sá viðbrögð forsetans líklega ekki fyrir.
„Ég segi að þú sért hræðilegur fréttamaður,“ svaraði Trump og ásakaði Peter Alexender meðal annars um æsifréttamennsku.
Q: What do you say to Americans who are scared
— Pod Save America (@PodSaveAmerica) March 20, 2020
TRUMP: "I say that you're a terrible reporter, that's what I say."
Unreal. pic.twitter.com/RJ1aJXJUUh