„Þú ert hræðilegur fréttamaður“

„Ég segi að þú sért hræðilegur fréttamaður,“ svaraði Trump.
„Ég segi að þú sért hræðilegur fréttamaður,“ svaraði Trump. AFP

Viðbrögð Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveirufaraldursins hafa sætt gagnrýni undanfarna daga og vikur.

Nú er bandaríska þjóðin sögð uggandi yfir meintum skorti forsetans á samkennd eftir að hann réðst gegn blaðamanni NBC sem spurði forsetann út í áhyggjur milljóna Bandaríkjamanna af útbreiðslu kórónuveirunnar.

„Hvað segirðu við Bandaríkjamenn sem horfa á þig núna og eru hræddir,“ spurði fréttamaðurinn Peter Alexander á daglegum blaðamannafundi í Hvíta húsinu og sá viðbrögð forsetans líklega ekki fyrir.

„Ég segi að þú sért hræðilegur fréttamaður,“ svaraði Trump og ásakaði Peter Alexender meðal annars um æsifréttamennsku.

Umfjöllun CNN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert