Yfir fjögur þúsund látnir á Ítalíu

Ítalskir hermenn með andlitsgrímur.
Ítalskir hermenn með andlitsgrímur. AFP

Ítölsk yf­ir­völd hafa til­kynnt um 627 ný dauðsföll af völd­um kór­ónu­veirunn­ar sem er það mesta á ein­um degi í land­inu.

Þar með hafa yfir fjög­ur þúsund manns lát­ist vegna veirunn­ar í land­inu. Áður höfðu mest 475 lát­ist á ein­um degi á Ítal­íu, eða síðastliðinn miðviku­dag.

Tala lát­inna er kom­in í 4.032 og alls hafa 47.021 smit­ast.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert