Yfirvöld í Tíról í Austurríki hafa falið saksóknara að rannsaka hvort bar í skíðabænum Ischgl hafi láðst að greina yfirvöldum frá kórónuveirusmiti sem kom upp þar í lok febrúar.
Mörg hundruð kórónuveirutilfelli í Austurríki, Þýskalandi og Norðurlöndunum hafa verið rakin til staðarins. Honum var hins vegar ekki verið lokað fyrr en í síðustu viku.
Starfsmaður barsins á samkvæmt frétt BBC að hafa veikst í lok ferbrúar.
Áður höfðu yfirvöld í Tíról vísað því á bug að þau hafi ekki hlustað á íslensk yfirvöld að útbreitt kórónuveirusmit væri í Ischgl.
Staðurinn var snemma skilgreindur áhættusvæði af íslenskum yfirvöldum vegna fjölda fjölda Íslendinga, og raunar fleiri Norðurlandabúa, sem greindust með kórónuveirusmit eftir að hafa verið þar á skíðum.