10 manns létust um borð í skemmtiferðaskipinu

Skipið er siglt af stað.
Skipið er siglt af stað. AFP

Skemmtiferðaskipið Diamond Princess sem legið hefur að höfn í borginni Yokohama í Japan í tvo mánuði vegna kórónuveirunnar er siglt á brott. Alls létust 10 manns um borði í skipinu af völdum kórónuveirunnar og að minnsta kosti 712 farþegar af 3.700 smituðust. 

Hvorki er gefið upp hvert ferðinni er heitið né hversu margir eru í áhöfn skipsins. Skipið var sótthreinsað hátt og lágt áður en það sigldi á brott. 

Japönsk yfirvöld voru harðlega gagnrýnd fyrir það hvernig þau brugðust við ástandinu. Gefið var út að fólkið væri í strangri sóttkví um borð í skipinu en þrátt fyrir það hélt útbreiðsla veirunnar áfram. Fólki var einnig leyft að fara frá borði sem síðar reyndist smitað af veirunni. Skipið er jafnframt talið hafa átt þátt í einni mestu útbreiðslu veirunnar utan Kína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert