Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært 20 einstaklinga, þar á meðal tvo nána aðstoðarmenn Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, fyrir aðild að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi sem myrtur var árið 2018. AFP-fréttastofan greinir frá.
Meðal þeirra sem eru ákærðir eru yfirmann leyniþjónustu prinsins, Ahmed al-Assiri, og fjölmiðlafulltrúa hirðarinnar, Saud al Qahtani. Þeim er gefið að sök að hafa leitt aðgerðina og gefið fyrir um morðið. Khashoggi var sádiarabískur en hann skrifaði meðal annars fyrir Washington Post. Hann var myrtur á ræðismannaskrifstofu Sádi-Arabíu í Istanbúl í Tyrklandi, en lík hans hefur aldrei fundist.
Fimm höfðu áður verið dæmdir til dauða fyrir morðið á Khashoggi, en krónprinsinn tók fulla ábyrgð á morðinu í sjónvarpsviðtali. Hann þvertók þó fyrir að hafa skipulagt morðið.