Árásarmaðurinn játar ódæðið

Einn þeirra sem lifði árásina í Christchurch af í fyrra …
Einn þeirra sem lifði árásina í Christchurch af í fyrra sést hér á leið í mosku í borginni. AFP

Maður­inn sem er sakaður um að hafa skotið 51 til bana í bæna­hús­um í Christchurch í Nýja-Sjálandi í mars í fyrra hefur játað sekt sína.

Yfirlýsing mannsins kemur á óvart en áður hafði hann lýst yfir sakleysi sínu.

Maðurinn skaut á múslima er þeir fóru með bæn­ir í mosk­unni Al Noor og í mosk­unni Linwood. Sýndi hann beint frá ódæðinu á sam­fé­lags­miðlum.

Í yfirlýsingu lögreglu kemur fram að maðurinn hafi játað 51 morð, 40 morðtilraunir og hryðjuverk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka