Vaktaskipti á gjörgæslunni á tveggja tíma fresti

Sýnataka fyrir utna Yangji spítalann í Seoul í Suður-Kóreu fyrr …
Sýnataka fyrir utna Yangji spítalann í Seoul í Suður-Kóreu fyrr í þessum mánuði. AFP

Á gjör­gæslu á sjúkra­húsi í Seoul Suður-Kór­eu eru vakta­skipti á tveggja tíma fresti. Ástæðan er ein­föld, en búnaður­inn sem lækn­ar og hjúkr­un­ar­fræðing­ar klæðast á meðan það ann­ast sjúk­ling­ana er svo íþyngj­andi að ómögu­legt er að klæðast hon­um leng­ur en tvo tíma í senn. 

Sér­stak­ur önd­un­ar­búnaður er í bún­ing­un­um sem kem­ur í veg fyr­ir að starfs­fólkið andi að sér loft­inu inni á gjör­gæsl­unni og er þungt að bera búnaðinn og ann­ast sjúk­linga sam­tím­is. Sjúk­ling­arn­ir sem liggja á deild­inni þurfa stans­lausa umönn­un en nær all­ir eru í önd­un­ar­vél­um sök­um COVID-19. 

Laura Bicker, frétta­rit­ari BBC í Seoul, ræddi við nokkra hjúkr­un­ar­fræðinga að vakt lok­inni og voru þær kófsveitt­ar eft­ir átök­in. 

„Það er erfitt að heyra og skiln­ing­ar­vit­in verða ónæm­ari,“ seg­ir Jang Bok-soon, hjúkr­un­ar­fræðing­ur á gjör­gæsl­unni. Hún seg­ir að erfiðast sé að eiga í sam­skipt­um við sam­starfs­fólkið. „Það get­ur verið áhyggju­efni.“

9.241 til­felli kór­ónu­veirunn­ar hafa greinst í Suður-Kór­eu og 131 hef­ur látið lífið. 4.144 hafa náð full­um bata. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert