Fjármálaráðherrann svipti sig lífi

Thomas Schäfer var fjármálaráðherra Hesse-ríkis í Þýskalandi.
Thomas Schäfer var fjármálaráðherra Hesse-ríkis í Þýskalandi. Ljósmynd/Þing Hesse

Thom­as Schä­fer, fjár­málaráðherra þýska sam­bands­lands­ins Hessen, sem hýs­ir meðal ann­ars fjár­mála­höfuðborg­ina Frankfurt, hef­ur svipt sig lífi. 

Schä­fer, sem var 54 ára að aldri, fannst lát­inn nærri járn­braut­ar­lest­artein­um í gær. Sak­sókn­ar­ar í Wies­ba­den segj­ast telja hann hafa framið sjálfs­víg.

„Við erum í áfalli, við trú­um þessu ekki og um­fram allt erum við gríðarlega sorg­mædd,“ seg­ir for­sæt­is­ráðherra sam­bands­lands­ins, Volker Bouffier, í yf­ir­lýs­ingu í dag.

Haft mikl­ar áhyggj­ur

Eins og áður sagði er borg­in Frankfurt inn­an Hessen, en þar hafa stór­ir bank­ar og lán­veit­end­ur á borð við Deutsche Bank og Comm­erzbank höfuðstöðvar sín­ar, auk Seðlabanka Evr­ópu.

Bouffier minnt­ist þess í dag að hafa séð Schä­fer, sem var fjár­málaráðherra Hessen í tíu ár, vinna að því nótt sem dag að hjálpa fyr­ir­tækj­um og al­menn­ingi að eiga við efna­hags­leg­ar af­leiðing­ar kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins.

„Við verðum að gera ráð fyr­ir því að hann hafi haft mikl­ar áhyggj­ur.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert