Tólf ára gömul belgísk stúlka lést úr COVID-19 sjúkdómnum sem kórónuveiran veldur. Þetta staðfesta heilbrigðisyfirvöld í landinu. AFP-fréttastofan greinir frá.
Mjög sjaldgæft er að börn og ungt fólk látist af völdum veirunnar, en 16 ára gömul frönsk stúlka lést einnig úr COVID-19 fyrir nokkrum dögum. Hún var ekki með neina undirliggjandi sjúkdóma. Talsmaður ríkisstjórnar Belgíu segir að dauðsfall stúlkunnar sé mikið áfall.
Stúlkan er fyrsta barnið sem lætur lífið af völdum veirunnar í Belgíu en samtals hefur hún dregið 705 einstaklinga til dauða.