Brjóta á rétti transfólks í skjóli kórónuveirunnar

Þingheimur í Ungverjalandi.
Þingheimur í Ungverjalandi. AFP

Réttur transfólks í Ungverjalandi verður þurrkaður út ef drög að frumvarpi verða samþykkt af þinginu á næstunni. Ung­verska þingið samþykkti til­lögu þess efn­is að rík­is­stjórn lands­ins geti stjórnað land­inu með til­skip­un­um meðan á kór­ónu­veirufar­aldr­in­um stend­ur með 137 at­kvæðum gegn 53.  

For­sæt­is­ráðherra lands­ins, Vikt­or Or­ban, lofaði að nota þessi gíf­ur­legu völd skyn­sam­lega þegar tillagan var samþykkt. Annað virðist vera að koma í ljós með fyrrgreindu frumvarpi sem snýr ekki að kórónuveirufaraldrinum. 

Ef frumvarpið verður samþykkt hefur réttur einstaklinga til að tjá sitt eigið kyn verið þurrkaður út. Í frumvarpinu segir að kyn einstaklinga skuli ákvarðast af kyni við fæðingu. 

Þetta mál er eitt af mörgum sem er að finna í fyrrgreindu frumvarpi sem hafa ekkert með útbreiðslu kórónuveirunnar að gera.

Leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar, Peter Jakab, sagði að þegar til­lagan um aukin völd ríkisstjórnarinnr var samþykkt hefði ung­verskt lýðræði verið sett í sótt­kví.

Frétt Guardian

Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands.
Viktor Orbán, forsætisráðherra Ungverjalands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert