Johnson enn í einangrun og Elísabet ávarpar þjóðina

Vika er síðan Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindist með kórónuveiruna …
Vika er síðan Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindist með kórónuveiruna og hefur hann unnið heiman frá. AFP

684 dauðsföll af völdum kórónuveirunnar voru staðfest í Bretlandi síðastliðinn sólarhring. Bresk heilbrigðisyfirvöld greina frá en aldrei hefur veiran dregið jafn marga til dauða á einum sólarhring í landinu. 

Samtals hafa 3.605 látið lífið frá því að veiran hóf að breiðast út í Bretlandi og 38.168 tilfelli hafa verið staðfest. 

Elísabet II Englandsdrottning hyggst ávarpa þjóðina í sjónvarpi á sunnudagskvöld klukkan 19. 

Elísabet Englandsdrottning ætlar að ávarpa þjóð sína á sunnudagskvöld.
Elísabet Englandsdrottning ætlar að ávarpa þjóð sína á sunnudagskvöld. AFP

Vika er síðan Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, greindist með kórónuveiruna og hefur hann unnið heiman frá í íbúð sinni fyrir ofan höfuðstöðvar ríkisstjórnarinnar í Downingstræti 10. Í dag tilkynnti hann að hann verði áfram í sjálfskipaðri einangrun næstu daga. 

„Þó að mér líði betur og hafi verið mína sjö daga í einangrun mun ég halda henni áfram þar til ég verð alveg einkennalaus,“ segir forsætisráðherrann í myndskeiði á Twitter. 

Það er vor í lofti í Bretlandi en Johnson hvatti Lundúnarbúa, sem og aðra, til að láta ekki freistast og halda sig heima um helgina. Útgöngubann hefur verið í gildi frá 23. mars og gildir í þrjár vikur.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert