Tígrisdýr með veiruna

Nadia er fjögurra ára gömul.
Nadia er fjögurra ára gömul. AFP

Tígrisdýr í dýragarðinum í Bronx í New York hefur verið greint með kórónuveiruna og er talið að dýrið hafi smitast af dýrahirði sem var einkennalaus á þeim tíma.

Nadia er fjögurra ára gömul og hefur verið með þurran hósta líkt og systir hennar Azul og tvö önnur tígrisdýr og þrjú ljón. Tekið var sýni úr Nadiu og kom í ljós að hún var með COVID-19-veiruna. Talið er að dýrin muni öll jafna sig, segir í yfirlýsingu frá dýragarðinum.  

Alls eru fjórir dýragarðar og einn sædýragarður í New York-borg og eru garðarnir allir lokaðir vegna veirunnar og hafa verið það síðan 16. mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert