Japan undirbýr yfirlýsingu neyðarástands

Borgarstjóri Tokyo hefur þegar hvatt borgarbúa til þess að halda …
Borgarstjóri Tokyo hefur þegar hvatt borgarbúa til þess að halda sig heima. AFP

Forsætisráðherra Japans hefur nú í undirbúningi yfirlýsingu neyðarstigs í landinu er kórónuveirusmitum heldur áfram að fjölga. Kórónuveirufaraldurinn hófst um miðjan febrúar í Japan og hafa Japanir náð að halda smitum í skefjum með tiltölulega vægum aðgerðum.

Aldrei hafa hins vegar fleiri smit verið staðfest en í gær, þegar ný smit töldu 148.  Smitum hefur fjölgað jafnt og þétt og alls ekki jafn hratt og í Evrópu og Bandaríkjunum.

Neyðarstigið mun ekki ná til alls landsins heldur aðeins til svæða þar sem smitum hefur fjölgað hratt undanfarna daga.

Borgarstjóri Tókýó hefur þegar hvatt borgarbúa til þess að halda sig heima, nema brýna nauðsyn beri til, um helgar og til þess að vinna heiman frá sér á virkum dögum. Neyðarstigið mun gilda í Tókýó en gert er ráð fyrir að það geti tekið gildi strax á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert