Öryggisráðið fundar um faraldurinn

Frá höfuðstöðvum SÞ í New York.
Frá höfuðstöðvum SÞ í New York. AFP

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun halda sinn fyrsta fund er varðar heimsfaraldur kórónuveiru á fimmtudag, eftir vikulangar deilur á milli fimm fastaríkja ráðsins.

Níu af tíu þeirra ríkja sem tímabundna aðild eiga að ráðinu lögðu í síðustu viku fram formlega beiðni um að fundur yrði haldinn, og að aðalritarinn Antonio Guterres myndi ávarpa hann.

Beiðnin kom í kjölfar deilna sem lamað hafa ráðið að undanförnu, þar á meðal á milli Kína og Bandaríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert