Aðgerðin Weserübung-Nord

Hernámi lokið 1945. Norskar sveitir, undir stjórn Terje Rollem, taka …
Hernámi lokið 1945. Norskar sveitir, undir stjórn Terje Rollem, taka á ný við Akershus-kastala, þar sem Vidkun Quisling var stillt upp fyrir framan aftökusveit skömmu síðar, úr höndum Wilhelm Nichterlein majór (fyrir miðju) og Johannes Hamel Hauptman 11. maí. Ljósmynd/Norska þjóðskjalasafnið

Ní­undi apríl 1940 er dag­setn­ing sem greypt er í norska þjóðarsál. Nótt­in sem þýsk­ur inn­rás­ar­her réðst inn í Nor­eg og lyfti ekki járn­hæl sín­um af land­inu fyrr en vorið 1945. Árás­in kom Norðmönn­um full­kom­lega í opna skjöldu en síðar átti norsk and­spyrnu­hreyf­ing eft­ir að gera þýska inn­rás­arliðinu marga skrá­veif­una í aðgerðum sem Þjóðverj­ar áttu í vök að verj­ast gagn­vart þrátt fyr­ir að njóta liðsinn­is hins norska Vidk­un Abra­ham Lauritz Jonssøn Quisl­ing og norska þjóðern­is­flokks­ins Nasjonal saml­ing sem hann stýrði.

Quisl­ing var skömmu eft­ir stríðslok stillt upp fyr­ir fram­an af­töku­sveit við Akers­hus-kast­al­ann í Ósló að morgni 24. októ­ber 1945 og skot­inn þar til bana fyr­ir landráð, í kjöl­far dóms í ág­úst sama ár fyr­ir að hafa stutt og vitað af inn­rás Þjóðverja, tekið þátt í að senda gyðinga í út­rým­ing­ar­búðir nas­ista og eins tekið virk­an þátt í að þýsk­ir her­menn myrtu liðsmenn norsku and­spyrnu­hreyf­ing­ar­inn­ar.

„Þeir svart­sýnni báru kvíðboga“

Carl J. Ham­bro, norsk­ur blaðamaður, for­seti norska Stórþings­ins og á sín­um tíma for­seti þings Þjóðabanda­lags­ins, ritaði um inn­rás­ina bók­ina Árás­in á Nor­eg sama ár. Seg­ist hon­um þar svo frá um það þegar loft­varnaflaut­urn­ar gullu um alla Ósló aðfaranótt 9. apríl: „Þeir svart­sýnni báru kvíðboga fyr­ir ör­lög­um Dan­merk­ur, en eng­inn trúði því í raun og veru, að nein hætta vofði yfir Nor­egi. En þrátt fyr­ir það var fólk al­var­lega hugs­andi. Skugg­inn af ör­lög­um Finn­lands í síðasta mánuði grúfði enn yfir hug­um allra. Eng­inn var glaður og all­ir voru kvíðandi um framtíðina.“

Klukk­an eitt um nótt­ina hafi þó kona hans vakið hann með þeim vo­veif­legu tíðind­um að merki væri gefið um loft­árás­ar­hættu. Þjóðverj­ar voru að taka Nor­eg.

„Það var eng­um vafa und­ir­orpið hvað var að ger­ast. Þjóðverj­ar höfðu hafið óvænta árás á alla hernaðarlega mik­il­væga staði í Nor­egi án aðvör­un­ar af nokkru tagi og án þess að setja neina úr­slita­kosti,“ skrif­ar Ham­bro í riti sínu, en það var hann sem hafði for­göngu um að þing­menn lands­ins, rík­is­stjórn­in og kon­ungs­fjöl­skylda voru flutt með hraði til Ham­ars í Heiðmörku, norður af Ósló, áður en þýski inn­rás­ar­her­inn réðst á Nor­eg af öllu afli.

Blücher sökkt við Oscars­borg

Um svipað leyti og loft­varnaflaut­ur gullu í Ósló seig þýska her­skipið Blücher í dimmri þögn norður eft­ir Óslóarf­irðinum í átt að borg­inni og var ætlað, auk annarra styrkja Þjóðverja, að tryggja yf­ir­ráð þýska hers­ins í höfuðborg­inni. Osk­ar Kummetz aðmírál og áhöfn hans var vel kunn­ugt um hið forna virki Oscars­borg í Drøbak-sund­inu suður af Ósló, en óttuðust þó ekki eld­forn­ar fall­byss­ur þess af 28 senti­metra hlaup­vídd. Annað kom þó á dag­inn, eld­ur kviknaði um borð í Blücher í kjöl­far tveggja fyrstu fall­byssu­skot­anna frá gömlu Oscars­borg. Auk þess miðuðu skytt­ur Blücher fall­byss­um skips­ins í fáti sínu allt of hátt miðað við fjar­lægð Oscars­borg og hæfðu ekki virki and­stæðings­ins.

Þýska herskipið Blücher á hliðinni að morgni 9. apríl 1940 …
Þýska her­skipið Blücher á hliðinni að morgni 9. apríl 1940 eft­ir fall­byssu­skot frá Oscars­borg-virk­inu sem Kummetz aðmíráll mat full­kom­lega skaðlaust. Svo reynd­ist ekki. Enn frem­ur vissi áhöfn Blücher ekki af tund­ur­skeyta­virk­inu í Kahol­men skammt frá sem búið var þrem­ur tvö­föld­um tund­ur­skeyta­hlaup­um. Tvö tund­ur­skeyti frá Kahol­men hæfðu Blücher sem ætlað var burðar­hlut­verk við að taka Ósló 9. apríl 1940. Ljós­mynd/​Rík­is­skjala­safn Nor­egs

Þýsku áhöfn­inni var hins veg­ar ekki kunn­ugt um tund­ur­skeyta­virkið við Kahol­men, sem byggt var inn í fjall við fjörðinn árið 1901, búið þrem­ur tvö­föld­um neðan­sjáv­ar­tund­ur­skeyta­hlaup­um ætluðum óvænt­um og óvel­komn­um gest­um. Skutu Norðmenn þaðan tveim­ur tund­ur­skeyt­um á Blücher sem hæfðu aft­ara kjalrými og vél­ar­rúm og unnu svo al­var­legt tjón á skrokki Blücher að þýska her­skipið lagðist á hliðina og sökk. Af 1.038 manna áhöfn drukknuðu 830 manns þegar í stað í köld­um sjó Drøbak-sunds­ins. Flak Blücher ligg­ur á um 90 metra dýpi suðaust­ur af Askehol­mene til minja um fyrsta ósig­ur þýska inn­rás­arliðsins árið 1940.

Gekk taf­ar­laust til lög­reglu­stjór­ans

Ham­bro held­ur áfram í bók sinni: „Þegar til Ham­ars kom hafði eng­inn maður þar hug­mynd um hvað gerst hafði. Útvarps­dag­skrá­in hófst ekki fyrr en klukk­an átta um morg­un­inn og ég kærði mig ekki um að láta út­varpa nafni staðar­ins, sem stjórn­in ætlaði til, af ótta við að Þjóðverj­ar gerðu árás á lest­ina. Ég gekk taf­ar­laust heim til lög­reglu­stjór­ans, sem átti dá­lítið bágt með að skilja, að al­vara væri á ferðum. „Þér hafið ef­laust rugl­ast í dag­setn­ing­unni, herra for­seti,“ sagði hann. „Það er ekki 1. apríl í dag held­ur sá 9.“.“

Þýskir hermenn á Austurtorginu í Hamar í Heiðmörku þangað sem …
Þýsk­ir her­menn á Aust­ur­torg­inu í Ham­ar í Heiðmörku þangað sem norsk­ir þing­menn og rík­is­stjórn flúðu 9. apríl 1940 að ráði Carl J. Ham­bro þing­for­seta til að eiga auðvelda flótta­leið til Svíþjóðar kæmi til þess. Ljós­mynd/​Store nor­ske leksi­kon/​Ljós­mynd­ari óþekkt­ur

Inn­rás Þjóðverja var þó ekk­ert aprílgabb. Þýsk­ar her­sveit­ir réðust á það sem nas­ist­ar töldu tryggja þeim helstu flutn­ings­leiðir, svo sem járn­grýt­is frá Svíþjóð auk dýr­mætra sigl­inga­leiða við Nor­egs­strend­ur, þar á meðal Nor­egs meg­in borg­irn­ar Nar­vik, Þránd­heim, Björg­vin, Kristiansand, Ar­en­dal að ógleymdri höfuðborg­inni Ósló.

Vet­ur­inn 1940 ríkti nán­ast kapp­hlaup milli Þjóðverja og banda­manna um Nor­eg. Öllu skipti að kom­ast yfir út­flutn­ings­leiðir málm­grýt­is frá Svíþjóð og sigl­inga­leiðir Nor­egs auk þess sem Þjóðverj­ar litu á norsku firðina sem ákjós­an­lega felu­staði fyr­ir stærstu orr­ustu­skip sín, Bis­marck og syst­ur­skipið Tirpitz, sem ætlað var meðal ann­ars að ráðast á birgðaskipalest­ir á Atlants­haf­inu eins og ber­lega kom í ljós vorið 1941 í orr­ust­unni við breska orr­ustu­skipið Hood.

Með af­brigðum óskýr í hugs­un

Þjóðverj­ar áttu sér banda­menn í Nor­egi, Vidk­un Quisl­ing og flokk hans, en máttu einnig búa sig und­ir óvænta and­spyrnu­hreyf­ingu sem reynd­ist þeim óþægur ljár í þúfu og átti, ásamt herj­um banda­manna, ríku­leg­an þátt í því að þýsk­um her­mönn­um var að lok­um stökkt á flótta frá Nor­egi. Norðmenn losnuðu end­an­lega und­an veldi nas­ista í maí 1945. Carl Ham­bro á loka­orðin í þess­ari stutt­ara­legu upp­rifj­un:

„Þegar hinn ný­stofnaði bænda­flokk­ur komst allt í einu til valda í maí 1931 og myndaði minni­hluta­stjórn, var bent á Kvisl­ing sem álit­leg­an land­varn­aráðherra í blaði því, er birt hafði grein­ar hans. Og for­ingi bænda­flokks­ins, sem átti fullt í fangi með að skipa ráðherra­embætt­in og þekkti hann alls ekki per­sónu­lega, gerði hann ráðherra í stjórn sinni. Það kom brátt í ljós, að hann var al­veg óhæf­ur til að gegna ráðherra­embætti. Hann var eng­inn mælskumaður, þótta­full­ur, en þó lin­gerður, óreynd­ur og með af­brigðum óskýr í hugs­un; hann var því full­kom­lega úrræðalaus í deil­um um stjórn­mál.“

Þýskir fjallahermenn, eða Gebirgsjager, í orrustunni um Narvik í Noregi …
Þýsk­ir fjalla­her­menn, eða Gebirg­sja­ger, í orr­ust­unni um Nar­vik í Nor­egi vorið 1940 þar sem Norðmenn fengu að lok­um aðstoð breskra og franskra banda­manna sem þó urðu frá að hverfa um síðir vegna vand­ræða á eig­in víg­stöðvum. Norsk­ir her­menn ráku þó Þjóðverja af hönd­um sér í ein­um fræg­asta bar­daga styrj­ald­ar­inn­ar í Nor­egi, orr­ust­unni um Nar­vik. Ljós­mynd/​Bundes­archiv 183-2005-1202-500

Þýðing­ar í bein­um til­vitn­un­um úr riti Carl J. Ham­bro eru Guðna Jóns­son­ar, úr út­gáfu Menn­ing­ar- og fræðslu­sam­bands alþýðu, Reykja­vík 1941

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert