Boris Johnson laus af gjörgæslu

Samkvæmt nýrri tilkynningu frá ríkisstjórninni er Johnson bjartsýnn um framhaldið.
Samkvæmt nýrri tilkynningu frá ríkisstjórninni er Johnson bjartsýnn um framhaldið. AFP

Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, hefur verið fluttur af gjörgæslu og á almenna deild, eftir því sem breskir fjölmiðlar greina frá.

Johnson var lagður inn á gjörgæslu vegna alvarlegrar kórónuveirusýkingar á mánudag og dvaldi þar í þrjár nætur. Samkvæmt upplýsingum frá ríkisstjórninni þáði hann súrefnismeðferð um tíma en þurfti ekki á öndunarvél að halda.

Johnson brást vel við meðferðinni og verður áfram undir ströngu eftirliti lækna. Samkvæmt nýrri tilkynningu frá ríkisstjórninni er Johnson bjartsýnn um framhaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert