ESB samdi um aðgerðapakka

Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, er lengst til hægri á …
Bruno Le Maire, fjármálaráðherra Frakklands, er lengst til hægri á myndinni. AFP

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna hafa náð samkomulagi um 500 milljarða evra aðgerðapakka fyrir ríki ESB sem eru í mestum vanda vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.

Fram kemur í frétt AFP-fréttastofunnar að ráðherrunum hafi tekist að binda enda á margra vikna ágreining.

Kröfur Frakklands og Ítalíu um sameiginleg lán voru lagðar til hliðar.

Ágreiningurinn lá helst milli ríkja í norðanveðri og sunnanverðri álfunni. Ítalir og Spánverjar sökuðu ríki á borð við Þýskaland og Holland um aðgerðaleysi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka