Yfir 2.100 dauðsföll í Bandaríkjunum

Tómlegt í New York.
Tómlegt í New York. AFP

Rúmlega 2.100 dauðsföll af völd­um kór­ónu­veirunn­ar voru til­kynnt í Banda­ríkj­un­um í gær og hafa aldrei verið fleiri á ein­um sól­ar­hring. Hæsta tal­an til þessa var 1.800 frá því fyrr í vikunni.

Er þetta í fyrsta skiptið sem fleiri en tvö þúsund látast á sólarhring í einu landi vegna veirunnar.

Alls hefur rúmlega hálf milljón tilfella greinst í Bandaríkjunum og eru tæplega 19 þúsund látnir. Tilfellin á heimsvísu eru 1,7 milljónir og tæplega 103 þúsund hafa látist.

Sérfræðingar í Hvíta húsinu og Donald Trump Bandaríkjaforseti telja að faraldurinn sé að ná hámarki í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert