„Hefðu getað bjargað mannslífum“

Dr. Anthony Fauci, for­stöðumaður Of­næm­is- og smit­sjúk­dóma­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna, segir að …
Dr. Anthony Fauci, for­stöðumaður Of­næm­is- og smit­sjúk­dóma­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna, segir að Donald Trump Bandaríkjaforseti og ríkisstjórn hans hefðu getað bjargað mannslífum með því að bregðast fyrr við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. AFP

Bandarísk stjórnvöld hefðu getað bjargað mannslífum með því að bregðast fyrr við útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Þetta er mat Anthonys Faucis, for­stöðumanns Of­næm­is- og smitsjúk­dóma­stofn­un­ar Banda­ríkj­anna. 

„Ef við hefðum lokað öllu strax í upphafi hefðu hlutirnir getað farið öðruvísi,“ segir Fauci í viðtali á CNN. Hann viðurkennir þó að útfærsla slíkrar umfangsmikillar lokunar hefði verið flókin. 

Yfir 530 þúsund tilfelli kórónuveirunnar hafa greinst í Bandaríkjunum og 21.418 hafa látið lífið, flestir í New York-ríki.

Bandarísk stjórnvöld kynntu aðgerðir sem byggjast á samskiptafjarlægð (e. social distancing) og hafa þær aðgerðir verið framlengdar út apríl.

Fauci segir að enginn geti neitað því að ef stjórnvöld hefðu gripið fyrr í taumana hefði mannslífum verið bjargað.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert