Bill Gates gagnrýnir Trump

Bill Gates.
Bill Gates. AFP

Millj­arðamær­ing­ur­inn Bill Gates, stofn­andi Microsoft, gagnrýnir Donald Trump Bandaríkjaforseta en forsetinn ætlar að fara fram á við rík­is­stjórn sína að fjár­fram­lög til Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar (WHO) verði stöðvuð.

Trump sagði í gærkvöldi að þetta yrði gert á meðan farið yrði yfir hvernig stofnunin hafi brugðist í baráttunni gegn kórónuveirunni og reynt að hylma yfir útbreiðslu hennar.

Gates skrifar á Twitter að hugmynd Trump sé hættuleg og að heimurinn þarfnist Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar meira en nokkru sinni. 

Stofnunin vinni að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar og engin stofnun komi í staðinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert