Milljarðamæringurinn Bill Gates, stofnandi Microsoft, gagnrýnir Donald Trump Bandaríkjaforseta en forsetinn ætlar að fara fram á við ríkisstjórn sína að fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) verði stöðvuð.
Trump sagði í gærkvöldi að þetta yrði gert á meðan farið yrði yfir hvernig stofnunin hafi brugðist í baráttunni gegn kórónuveirunni og reynt að hylma yfir útbreiðslu hennar.
Halting funding for the World Health Organization during a world health crisis is as dangerous as it sounds. Their work is slowing the spread of COVID-19 and if that work is stopped no other organization can replace them. The world needs @WHO now more than ever.
— Bill Gates (@BillGates) April 15, 2020
Gates skrifar á Twitter að hugmynd Trump sé hættuleg og að heimurinn þarfnist Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar meira en nokkru sinni.
Stofnunin vinni að því að stöðva útbreiðslu kórónuveirunnar og engin stofnun komi í staðinn.