Björguðu ófæddu barni er móðirin lést úr veirunni

AFP

Ólétt kona sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur á almennri deild á Luton and Dunstable University Hospital í norðurhluta London lést á sunnudag af völdum COVID-19-sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Það tókst hins vegar að bjarga stúlkubarninu sem hún bar undir belti og virðist stúlkan vera við góða heilsu. Ekki liggur þó fyrir hvort hún er einnig smituð af veirunni. AFP-fréttastofan greinir frá.

Mary Agyeiwaa Agyapong, sem var 28 ára, greindist með veiruna 5. apríl en var lögð inn á sjúkrahúsið sem hún starfaði á 7. apríl, þar sem hún lést á sunnudaginn. Mary hafði starfaði á sjúkrahúsinu í fimm ár.

Á sama tíma var tilkynnt að hin 106 ára Connie Titchen hefði náð sér af veirunni og væri nú orðin hress. Hún er talin vera sú elsta í Bretlandi sem sigrast hefur á veirunni, en hún lá veik í þrjár vikur áður en hún náði bata.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert