Bóluefni þarf til að lífið verði eins og áður

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar.
Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar. AFP

Tæplega 5.100 tilfelli kórónuveiru voru staðfest á Spáni síðasta sólarhringinn og eru þau alls 177.633 þar i landi. Tilfellum hefur ekki fjölgað jafn mikið á sólarhring í fimm daga.

Alls létust 523 á síðastliðnum sólarhring en rúmlega 18.500 hafa látist af völdum kórónuveirunnar á Spáni.

Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, sagði á spænska þinginu að lífið myndi ekki verða líkt og það var fyrir kórónuveirufaraldurinn fyrr en bóluefni verði aðgengilegt.

Hluti at­vinnu­lífs Spán­ar fór af stað á öðrum degi páska eft­ir langt hlé vegna faraldursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert